PERSÓNUVERNDARSTEFNA
BAXEL EHF.
Inngangur
​
Í þessari persónuverndarstefnu er útskýrt hvernig Baxel ehf. Kt. 440221-1140, safnar, notar, varðveitir og verndar persónuupplýsingar sem við fáum þegar þú notar vefsíðu okkar mentra.is. Við skuldbindum okkur til að vernda friðhelgi þína og tryggja að persónuupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar á öruggann hátt og í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd.
​
Söfnun upplýsinga
Við söfnum aðeins nauðsynlegum upplýsingum til að veita þér þjónustu eða svara fyrirspurnum þínum. Þegar þú skráir þig í form á vefsíðu okkar, biðjum við þig um að gefa upp netfangið þitt. Við notum þessar upplýsingar til að svara fyrirspurnum þínum, senda þér upplýsingar, fréttabréf eða tilkynningar sem þú hefur óskað eftir.
​
Notkun upplýsinga
Upplýsingar sem þú veitir okkur í gegnum skráningarformið eru notaðar til að:
-
Senda þér reglulega uppfærslur eða efni sem þú hefur sérstaklega óskað eftir.
-
Bæta þjónustu okkar og vefsíðu með því að greina notkunarmynstur og svörun við efni.
-
Hafa samband við þig ef þörf krefur, t.d. til að tilkynna um breytingar á þjónustu eða stefnu.
Öryggi upplýsinga
Baxel ehf. notar viðeigandi tæknilegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar gegn óviðkomandi aðgangi, óleyfilegri notkun, uppljóstrun, tapi eða eyðileggingu. Við endurskoðum reglulega öryggisstefnur og öryggisferla okkar til að tryggja örugga meðhöndlun upplýsinganna sem við höfum undir höndum.
Aðgangur og réttur til breytinga
​
Þú hefur rétt til að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem Baxel ehf. hefur um þig og biðja um að röngum eða ófullnægjandi upplýsingum sé breytt. Ef þú vilt nýta þér þessa réttindi, vinsamlegast hafðu samband við mentra@mentra.is
​
Breytingar á persónuverndarstefnu
​
Mintos ehf. áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er. Við munum tilkynna um slíkar breytingar með því að uppfæra stefnuna á vefsíðu okkar og/eða senda þér tilkynningu um breytingarnar. Við hvetjum þig til að endurskoða stefnuna reglulega svo þú sért alltaf upplýst/-ur um hvernig við verndum persónuupplýsingar þínar.
​
Hafðu samband
​
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi þessa persónuverndarstefnu eða meðferð Baxel ehf. á persónuupplýsingum þínum, vinsamlegast hafðu samband við okkur á mentra@mentra.is
​
