top of page

Hvað er markþjálfun

Markþjálfun er samtalsferli sem hjálpar einstaklingum að ná markmiðum sínum, auka skýrleika og nýta innri styrk sinn til að taka árangursríkar ákvarðanir. Markþjálfi styður við skjólstæðing sinn með kraftmiklum spurningum, speglun og hvatningu til að finna bestu lausnirnar fyrir sig.

Hvað felst í markþjálfun?

  • Að fá skýrari sýn á markmið og stefnu

  • Að vinna með hindranir og þróa lausnamiðaða hugsun

  • Að efla sjálfstraust, sjálfsþekkingu og ábyrgð á eigin vegferð

  • Að þróa hagnýtar aðgerðir til að ná árangri

Markþjálfun er ekki

  • Ráðgjöf - þú færð ekki tilbúnar lausnir

  • Meðferð - markþjálfi einbeitir sér að nútíð og framtíð, ekki fortíð

  • Kennsla - þú hefur svörin innra með þér, og markþjálfinn hjálpar þér að finna þau

Markþjálfun er ferli sem valdeflir þig til að taka skref í rétta átt að þínum draumum og möguleikum.

IMG_2604.HEIC
bottom of page