

Um mig
Íris heiti ég og hef alltaf haft brennandi áhuga á að styðja fólk við að finna eigin styrk og nýta hann til að frekari vaxtar. Ég er gift, tveggja barna móðir og með fjölbreyttan bakgrunn sem sameinar tæknilega, fræðilega og mannlega nálgun. Ég er verkfræðingur að mennt, með kennsluréttindi og hef lokið ICF-vottuðu markþjálfanámi. Ég er drífandi en í senn hlý og einlæg í því sem ég geri og legg mikið upp úr því að skapa öruggt og uppbyggilegt rými þar sem fólk fær tækifæri til að vaxa, finna styrkleika sína og taka markviss skref í átt að sínum markmiðum.
Sjálfsþekking - Framþróun - Valdefling
Lykillinn að árangri og vellíðan er að þekkja sjálfan sig, hafa skýra stefnu og þora að stíga næstu skref. Mentra markþjálfun styður þig í þeirri vegferð með aðferðum sem byggja á sjálfsþekkingu, framþróun og valdeflingu.
Hvort sem þú ert stjórnandi sem vilt efla leiðtogahæfni eða einstaklingur sem leitar að skýrari stefnu, þá er markþjálfun öflug leið til að ná raunverulegum framförum.
Við hjálpum þér að dýpka skilning á eigin styrkleikum, finna nýjar leiðir til vaxtar og byggja upp sjálfstraust til að taka skref í átt að þeim breytingum sem skipta þig máli.
